Í ár verður í boði að kaupa fána í mismunandi útgáfum og stærðum. Þetta eru fánar sem eru gerðir hjá Fánasmiðjunni á Ísafirði (www.fanar.is) og hægt er að panta með því að senda pöntun á netfangið eldurihun@gmail.com fyrir 4. júlí n.k. Í ár eru 20 ár síðan hátíðin var fyrst haldin og því tilvalið að fjárfesta í hátíðarfána sem nýtist ár eftir ár.
Hægt er að velja á milli þriggja gerða af fánum og eru tveir litir í boði í hverri gerð. Þess má að geta að Eldur í Húnaþingi greiðir niður fánaverðið að hluta, svo þeir fást á enn betra verði en ella. Allar týpurnar er hægt að fá ýmist í stærð 100x150cm fyrir 5 metra fánastöng eða 120x167cm fyrir 6 metra fánastöng.
Gerð A
Kennimerki (hvítt eða gult) hátíðarinnar á rauðum bakgrunni.
Verð fyrir minni gerðina 10.000 kr.
Verð fyrir stærri gerðina 12.500 kr.
Gerð B
Kennimerki (rautt eða gult) hátíðarinnar á hvítum bakgrunni.
Verð fyrir minni gerðina 7.500 kr.
Verð fyrir stærri gerðina 9.500 kr.
Gerð C
Kennimerki (rautt eða gult) og heiti hátíðarinnar á hvítum bakgrunni.
Verð fyrir minni gerðina 7.500 kr.
Verð fyrir stærri gerðina 9.500 kr.
Kennimerki (hvítt eða gult) og heiti hátíðarinnar á rauðum bakgrunni.
Verð fyrir minni gerðina 10.000 kr.
Verð fyrir stærri gerðina 12.500 kr.