Keppt verður í prjóni á Eldi í Húnaþingi í VSP húsinu laugardaginn 27. júlí kl. 11:00. Mæting fyrir keppendur 10.30. Þrír eru saman í liði og það þarf ekki að koma með tilbúið lið. Þeim sem ekki eru í liði verður raðað í lið.
Búið verður að fitja upp og tengja í hring – allt tilbúið til að vinda sér beint í að prjóna. Hver einstaklingur prjónar í 5 mínútur og þá tekur næsti liðsfélagi við alls 15 mínútur. Það lið sem nær lengsta bútnum sigrar. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.
Árið 2022 kepptu sjö lið og 2023 12 lið í prjónakeppninni og stemmingin var frábær. Þetta er skemmtilegur leikur og það væri frábært að fá fullt af áhugasömum prjónurum á öllum aldri. Nánari upplýsingar hjá Ragnheiði í síma 869 9913.
Skráningar fara fram hér.