Project Description

Makbeð

Sumarleikhús æskunnar kynnir Makbeð eftir William Shakespeare.

Nornir, sturlun, blóð, draugar, afhausanir; Makbeð er hryllingssaga, á því er enginn vafi. Harkalegar gjörðir hafa harkalegar afleiðingar. Þegar þrjár nornir spá því að Makbeð verði kóngur, snýst hann gegn eigin eðli til að ráða örlögum sínum. Metnaðurinn leysist upp í lifandi martröð í heimi þar sem mörkin eru örþunn – milli þess jarðbundna og yfirskilvitslega, ástar og haturs, gleði og örvæntingar.

Leikstjóri er Sigurður Líndal.
Fram kemur ungt hæfileikafólk, á aldrinum 7 – 16 ára, úr landshlutanum sem hafa tekið að sér að leika, hanna búninga og leikmynd sýningarinnar.

Sumarleikhús æskunnar er árlegt æskulýðsleikhús, nú haldið í fjórða sinn, í Húnaþingi vestra. Sumarleikhúsið er hluti af Listaklasa æskunnar sem Handbendi stendur fyrir. Sumarleikhúsið er stutt af SSNV, Húnaþingi vestra, og Eldi í Húnaþingi.

Sýndar verða þrjár sýningar; á miðvikudeginum kl. 19:00 og á fimmtudeginum kl. 14:00 og 19:30.
Verð á sýningu er 1.000 kr. – athugið þó að sýningin er innifalin í hátíðararmbandi.
Nauðsynlegt er að taka frá sæti, þar sem sætaframboð er takmarkað. Það skal gjöra hér.

Staðsetning: Stúdíó Handbendi

Dagsetning: Fimmtudagur 27. júlí

Tími: 19:30 – …

Verð: 1.000 kr.

HVENÆR

Miðvikudaginn 27. júlí 2023
kl. 19:30 til …

HVAR

Stúdíó Handbendi

Eyrarlandi 1, 530 Hvammstangi