Eru böll fyrir alla? Jahá! Sum eru fullorðins, sum fyrir krakka og sum fyrir alla. Það verður einmitt fjölskylduskemmtun í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga með engum öðrum en Sveppa og Villa. SVEPPA OG VILLA!!

Úff. Það er vissara að byrja að taka inn hjartalyfin – sko fullorðnu, ekki börn – til að fara ekki yfirum af spenningi.

Bókið hjá ykkur að þetta er á fimmtudegi Eldsins og hefst kl. 18:00.
Ókeypis? Það höldum við nú!